- Auglýsing -

Sonur Palicka fær peysu áritaða frá Landin

Peysan sem sonur sænska landsliðsins markvarðarins má eiga von á fá í hendur einhvern næstu daga. Mynd/Twitter

Danska handknattleikssambandið hefur sent Aston, syni Andreas Palicka markverði Evrópumeistara Svíþjóð, markvarðapeysu danska landsliðsins áritaða af Niklas Landin markverði danska landsliðsins. Óhætt er að segja að Danir hafi tekið drenginn á orðinu.


Aston sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Landin væri besti markvörður heims. Faðir hans væri númer tvö. Hefur myndskeiðið farið sem eldur í sinu um veraldarvefinn síðasta sólarhringinn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -