- Auglýsing -
- Auglýsing -

Spámaður vikunnar – Stórleikurinn í Eyjum

Matea Lonac, markvörður KA/Þórs, og samherjar hennar eiga fyrir höndum leiki við Jomi Salerno í Evrópbikarkeppninni. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Spámaður vikunnar er efnisliður sem handbolti.is hleypti af stokkunum í síðustu viku þegar önnur umferð Olísdeildanna fór fram. Spámaðurinn er fastur liður að morgni þess dags sem umferð hefst í Olísdeildum karla og kvenna.

Í kvöld hefst þriðja umferð Olísdeildar kvenna með einum leik en þrjár viðureignir fara fram á morgun.

Unnur Sigmarsdóttir, fyrrverandi þjálfari til 30 ára. Hún hefur þjálfað ÍBV og 16 ára landslið kvenna. Unnur er mikil áhugamanneskja um handbolta, jafnt karla sem kvenna, og hefur fylgt handboltalandsliðinu á 11 stórmót.

Unnur Sigmarsdóttir er spámaður vikunnar

Unnur Sigmarsdóttir.

Stjarnan – HK, föstudagur kl. 17.45 – TM-höllin

Fyrsti leikur í 3. umferð er leikur Stjörnunnar og HK. Stjarnan fór norður og vann góðan sigur á  KA/Þór í mjög sveiflukenndum leik. Miðað við það sem ég sá þar í leik Stjörnunnar þá eru þær með hörku lið sem enn er verið að móta, og hefur liðið yfir að ráða mikilli breidd. Helena Rut fór á kostum í síðasta leik, og ef HK á að eiga möguleika verða þær að stoppa hana. HK liðið hefur misst marga leikmenn í meiðsli og á meðan eru þær brothættar, þær eru að spila mjög framliggjandi vörn og hafa verið að gera það nokkuð vel. Ég hallast samt að sigri Stjörnunnar, 27:23

Fram – Haukar, laugardagur kl. 13.30 – Framhús

Hægt og bítandi er Fram liðið að komast í gang og í dag er langt bil á milli Fram og Hauka. Ég spái því að Fram vinni þennan leik nokkuð örugglega, 29-20

ÍBV – Valur, laugardagur kl. 14.45 – Vestamannaeyjar

Bæði hafa hörkuliðum á að skipa sem hafa þó tekið miklum breytingum. ÍBV bætti við sig tveimur leikmönnum í sumar og Valur hefur einnig fengið til sín góða leikmenn.  Leikmenn ÍBV verða að stoppa seinni bylgju Vals, en Valur leikur hana mjög stíft. Valur þarf líka að stoppa stórskyttur ÍBV. Þannig að á endanum held ég að þessi leikur eigi eftir að snúast um markvörslu, spái því jafntefli, 22:22.

FH – KA/Þór, laugardagur kl. 18 – Kaplakriki

FH er spennandi lið og Jakob þjálfari er að gera góða hluti í uppbyggingu þar. Britney Cots hefur farið á kostum, svakalegur sprengikraftur í þeirri stelpu. Það verður gaman að sjá hana á móti góðu varnarliði KA/Þórs. Ég tel að KA/Þór vinni þennan leik nokkuð örugglega, 28:21. KA/Þór er einfaldlega með sterkara lið og breiðari hóp en FH.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -