Þorvar Bjarmi Harðarson, dómari, sýndir, bláklæddum Framara, Stefáni Darra Þórssyni, bláa spjaldið - útilokun. Spjaldið var dregið til baka. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson.

Rautt spjald og í framhaldinu blátt spjald sem Stefán Darri Þórsson leikmaður Fram fékk í viðureign liðsins við KA í Olísdeild karla í handknattleik á föstudaginn var dregið til baka af dómurum leiksins, Árna Snæ Magnússyni og Þorvari Bjarma Harðarsyni. Stefán Darri mun þar af leiðandi hvorki fara í leikbann né fá refsistig í kladdann.

Þetta kemur fram í úrskurði aganefndar HSÍ frá í gær og var birtur í dag. Í honum segir m.a. „Í agaskýrslu frá dómurum kemur fram að við endurmat á atvikinu hafi þessi ákvörðun verið röng og rauða spjaldið því dregið til baka.“

Sólveig Lára Kristjánsdóttir leikmaður KA/Þórs, sem einnig fékk rautt spjald í fyrstu umferð verður ekki í leikbanni þegar KA/Þór fær Stjörnuna í heimsókn í annarri umferð Olísdeildar kvenna laugardaginn. Athygli hennar er hinsvegar vakin á „stighækkandi áhrifum útilokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar,“ eins og segir í úrskurði Aganefndar HSÍ.

Úrskurður aganefndar HSÍ, 15. september 2020.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Stjarnan fær hornamann

Stjarnan hefur fengið vinstri hornamann tímbundið að láni frá FH meðan Dagur Gautason verður fjarverandi vegna meiðsla. Um er að ræða Veigar...

Drætti frestað um sólarhring

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur frestað því að draga í riðla Evrópudeildarinnar í karlaflokki um sólarhring. Ástæðan er sú að í gærkvöld vaknaði...

Spámaður vikunnar – iðnaður, sjómenn, læðan, lambið gráa, þunnt loft

Spámaður vikunnar er fastur liður að morgni þess dags sem umferð hefst í Olísdeildum karla og kvenna. Í kvöld...
- Auglýsing -