- Auglýsing -
- Auglýsing -

Staðan var alls ekki góð

Haukur Þrastarson í leik með íslenska landsliðinu á EM 2020. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn Haukur Þrastarson og liðsmaður pólska meistaraliðsins Vive Kielce segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að það það hafi verið erfið en rétt ákvörðun að verða eftir heima við æfingar í stað þess að láta á það reyna hvort hann gæti leikið með íslenska landsliðinu á Evrópumeistaramótinu í janúar. Haukur dró sig út úr liðinu áður en undirbúningur fyrir mótið fór á fulla ferð.

Pásan í janúar hjálpaði mikið

„Ég get al­veg viður­kennt að fyr­ir ára­mót var staðan alls ekki góð. Ég var það slæm­ur að ég gat ekki æft al­menni­lega fyrri hluta tíma­bils­ins. Mér tókst ekki að sýna mitt rétta and­lit enda æfði ég lítið þegar ég tók þátt í leikj­um. Ég fann að staðan var ekki góð en það er erfitt að sætta sig við það þegar maður hef­ur verið lengi frá. Löng­un­in er mik­il að ná sér aft­ur á strik. Ég tel því að pás­an í janú­ar hafi hjálpað mér mjög mikið. Það var mjög erfið ákvörðun að vera heima í stað þess að fara á EM en núna er ég sann­færður um að það hafi verið rétt ákvörðun,“ segir Haukur í samtali við Bolvíkinginn Kristján Jónsson, blaðamann Morgunblaðsins.


Haukur sleit krossband í hné í leik með Vive Kielce gegn Elverum í október 2020 og mætti ekki leiks aftur fyrr en í upphafi síðasta keppnistímabils. Hann segist enn eiga eitthvað í land að ná fyrri styrk en vinni ótrauður að settu mark að ná fullri heilsu.

Veit alltaf af þeim

„Ég er ekki laus við hné­meiðslin vegna þess að maður veit alltaf af þeim. Það er ým­is­legt sem fylg­ir þessu. Maður er í raun­inni með hug­ann við það all­an dag­inn að fara vel með sig til að ná að æfa vel og spila,“ segir Haukur í fyrrgreindu samtali við Morgunblaðið.

Finnur sig betur með hverri viku

„Ég nýtti tím­ann mjög vel heima á Sel­fossi í janú­ar í meðhöndl­un og til að byggja mig upp í styrk. Mér tókst að nýta tímann í des­em­ber og janú­ar mjög vel. Fyr­ir vikið hef ég verið mun betri í hnénu eft­ir að ég kom aft­ur út til Pól­lands og mér hef­ur gengið bet­ur á vell­in­um. Ég finn mig bet­ur með hverri vik­unni sem líður,“ seg­ir Hauk­ur Þrastarson við Morgunblaðið.

Haukur er væntanlegur er til landsins eftir næstu helgi og tekur þátt í æfingabúðum íslenska landsliðsins sem standa yfir á höfuðborgarsvæðinu frá 14. til. 20. mars

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -