Stefán Rafn ekki með í kvöld

Stefán Rafn Sigurmannsson verður að minnsta kosti á leikskýrslu í kvöld. Mynd/Haukar

Stefán Rafn Sigurmannsson leikur ekki með Haukum í kvöld þegar deildarmeistararnir sækja Valsmenn heim í fyrri viðureign liðanna í úrslitum Íslandsmótsins í handknattleik karla. Svo herma heimildir handbolta.is.
Stefán Rafn tognaði á læri í fyrri hálfleik í síðari viðureign Hauka og Stjörnunnar í undanúslitum á síðasta föstudag. Slík meiðsli er ævinlega erfið viðureignar.


Skarð verður fyrir skildi í liði Hauka vegna fjarveru Stefáns Rafns. Haukar hafa aðeins tapað einum leik eftir að hann hóf að leika með þeim 16. mars sl. eftir níu ára veru í atvinnmennsku. Eini tapleikurinn var gegn Stjörnunni á síðasta föstudag þegar Stefán Rafn meiddist.


Viðureign Vals og Hauka hefst í kvöld klukkan 19.30 í Origohöll Valsmanna á Hlíðarenda. Síðari úrslitaleikur liðanna verður í Schenkehöllinni á sama tíma á föstudaginn. Samanlögð úrslita skera úr um hvort liðið verður Íslandsmeistari.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -