- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stefnt að óbreyttu mótahaldi – fátt um áhorfendur

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Enn sem komið eru allir leikir og fjölliðamót á okkur vegum á dagskrá, hvað sem síðar kann að gerast,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands þegar handbolti.is innti hann eftir hvaða áhrif breytingar á stóttvarnareglum sem kynntar voru í dag hefðu á starfsemi handknattleikshreyfingarinnar. Nýjar reglur taka gildi á miðnætti og gera þær m.a. ráð fyrir 50 manna samkomutakmörkunum.

Foreldrar mega ekki mæta

„Við munum gefa út nýjar reglur fyrir fjölliðamótin sem standa fyrir dyrum. Á þeim verður algjört áhorfendabann sem meðal annars þýðir að foreldrum verður ekki heimilt að mæta á leiki barna. Fjölliðamótin verða endurskipulögð og færð í sama horf og var snemma árs þar sem keppnishúsum verður skipt niður í 50 manna hólf og hreinsað verður á milli leikja eins og gert var,“ sagði Róbert en engin fjölliðamót áttu eða eiga að fara fram um þessa helgi en tvær næstu helgar verða þau á dagskrá.


„Markmið okkar er að allt okkar mótahald fari fram eins og staðan er í dag,“ sagði Róbert Geir og bætti við að þótt reglugerðin geri ráð fyrir 50 áhorfendum með grímuskyldu og fjarlægða mörkum þá þýddi það í raun áhorfendabann því taka verður tillit til þátttakenda í kringum hvern leik.


Hinn möguleikinn er sá að félögin geta verið með fimm hundruð áhorfendur á leik gert kröfu um að þeir hafi staðið covidpróf,” sagði Róbert Geir og bætti við að óvíst væri að félögin myndu velja þann kost.

Dusta rykið af fyrri reglum

„Í stuttu máli má segja að við séum komin í sömu spor og við vorum í janúar og febrúar enda erum við að dusta rykið af þeim reglum sem þá voru í gildi. Við munum senda frá okkur leiðbeiningar til félaga á næstu klukkustundum,“ sagði Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands í samtali við handbolta.is fyrir stundu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -