Steinunn fyrirliði í Skopje

Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik. Mynd/HSÍ

Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram og handknattleikskona ársins 2020 hjá Handknattleikssambandi Íslands, verður fyrirliði íslenska landsliðsins þegar það tekur þátt í forkeppni heimsmeistaramótsins í Skopje í Norður-Makedóníu í lok vikunnar.


Steinunn tekur við fyrirliðastöðunni af samherja sínum og vinkonu hjá Fram, Karen Knútsdóttur, sem átti ekki heimangengt að þessu sinni. Steinunn, sem varð þrítug í síðustu viku, á að baki 35 A-landsleiki.


Íslenska landsliðið kom í nótt til Skopje eftir langa ferð og fjórar flugferðir frá Íslandi á áfangastað. Liðið mun hefja undirbúning sinn í dag með æfingu og fundum og þannig mun vikan líða þar til flautað verður til fyrsta leiksins í forkeppninni á föstudag við landslið Norður-Makedóníu. Daginn eftir verður leikið við Grikki og loks Litháa á sunnudaginn. Tvær af fjórum þjóðum komast áfram í umspilsleiki sem fram fara í vor um keppnisrétt á HM á Spáni í desember.


Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel (25/0)
Katrín Ósk Magnúsdóttir, Fram (2/0)
Saga Sif Gísladóttir, Val (0/0)
Aðrir leikmenn:
Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór (2/0)
Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV (58/118)
Eva Björk Davíðsdóttir, Stjörnunni (36/28)
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (0/0)
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni (37/77)
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (34/66)
Lovísa Thompson, Val (19/28)
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (26/27)
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (94/191)
Sigríður Hauksdóttir, HK (16/34)
Steinunn Björnsdóttir, Fram (35/27)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (56/42)
Thea Imani Sturludóttir, Val (40/54)
Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK (0/0)
Leikir Íslands í keppninni:
19. mars, kl. 16.45: Ísland – Norður-Makedónía
20. mars, kl. 18.45: Ísland – Grikkland
21. mars, kl. 18.45: Ísland – Litháen

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -