Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður. Mynd/Vendsyssel

Danska úrvalsdeildarliðið Vendsyssel tilkynnti í morgun að Steinunn Hansdóttir og Elín Jóna Þorsteinsdóttir, leikmenn liðsins, væru í íslenska landsliðshópnum í handknattleik sem tilkynntur verður á næstunni.

Til stendur að kvennalandsliðið komi saman til æfinga í kringum næstu mánaðarmót. Eftir því sem næst verður komist stendur ekki fyrir dyrum að leika vináttuleiki að þessu sinni. Æfingabúðirnar verða til undirbúnings fyrir þátttöku landsliðsins í forkeppni heimsmeistaramótsins sem á að reyna að halda í Skopje í Norður-Makedóníu fyrstu helgi desembermánaðar.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Spámaður vikunnar – iðnaður, sjómenn, læðan, lambið gráa, þunnt loft

Spámaður vikunnar er fastur liður að morgni þess dags sem umferð hefst í Olísdeildum karla og kvenna. Í kvöld...

Molakaffi: Andersson með á ný – 25 ár frá fyrsta bikar

Mattias Andersson hefur tekið fram markmannsgallann á nýjan leik tveimur árum eftir að hann lagði hann frá sér nýþveginn upp á hillu....

Þokast nær toppnum

Aron Dagur Pálsson og samherjar í Alingsås þokast nær toppnum í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Þeir unnu í kvöld sinn þriðja leik...
- Auglýsing -