Stiven valinn mikilvægasti leikmaðurinn

Stiven Tobar Valencia, mikilvægast leikmaður úrslitakeppni Olísdeildarinnar 2022. Mynd/HSÍ

Valsmaðurinn Stiven Tobar Valencia var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppni Olísdeildar karla sem lauk í gær þeggar Stiven og samherjar í Val unnu Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik annað árið í röð með sigri í fjórða úrslitaleiknum við ÍBV, 31:30.


Stiven fór á kostum í flestum leikjum Vals í úrslitakeppninni og skoraði m.a. 40 mörk í leikjunum níu, þar af sex af fyrstu 12 mörkum Valsliðsins í lokaleiknum í Vestmannaeyjum í gær.


Stiven er einn af yngri leikmönnum Vals sem sprakk út á handknattleiksvellinum á þessari leiktíð þegar Valur varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari auk þess að vinna meistarakeppni HSÍ og bikarkeppnina fyrir leiktíðina 2021 sem meira og minna var öll leikin í september og í byrjun október á síðasta ári.


a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -