- Auglýsing -

Stjarnan hefur ekki lagt árar í bát

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Þótt ekki hafi allt gengið sem skildi hjá ungmennaliði Stjörnunnar í Grill66-deild kvenna í handknattleik á keppnistímabilinu þá hafa leikmenn ekki lagt árar í bát. Öðru nær. Það sýndu stúlkurnar í dag þegar þær tóku á móti ungmennaliði Fram og unnu góðan sigur, 35:33, í hörkuleik í TM-höllinni í Garðabæ.


Stjarnan var marki yfir, 17:16, að loknum fyrri hálfleik í leik þar sem varnarleikur og markvarsla var e.t.v. ekki upp á það besta. Sóknarleikurinn var í fyrirrúmi enda létu mörkin ekki á sér standa.


Þetta var þriðji sigur Stjörnunnar í deildinni í vetur. Liðið er í 10. sæti með sex stig eftir 13 leiki. Fram er í sjöunda sæti með 10 stig.


Mörk Stjörnunnar U.: Katla María Magnúsdóttir 9, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 8, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 6, Adda Sólbjört Högnadóttir 5, Hanna Guðrún Hauksdóttir 4, Birta Líf Haraldsdóttir 1, Birta María Sigmundsdóttir 1, Thelma Sif Sófusdóttir 1.

Mörk Fram U.: Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 10, Valgerður Arnalds 6, Svala Júlía Gunnarsdóttir 5, Tinna Valgerður Gísladóttir 5, Íris Anna Gísladóttir 4, Dagmar Pálsdóttir 1, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 1, Elín Ása Bjarnadóttir 1.


Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -