- Auglýsing -
- Auglýsing -

KA skoraði sjö mörk í seinni hálfleik – Stjarnan með fullt hús

Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
- Auglýsing -

Stjarnan heldur áfram á góðri siglingu í Olísdeild karla í handknattleik. Í dag vann liðið KA, 30:24, í TM-höllinni og er í öðru sæti deildarinnar með sex stig að loknum þremur leikjum. Stjarnan er annað af tveimur liðum deildarinnar sem ekki hefur tapað stigi fram til þessa.


KA var marki yfir í hálfleik, 17:16, en skoraði aðeins sjö mörk í síðari hálfleik. Leikmönnum liðsins féll allur ketill í eld gegn skipulagri vörn Stjörnunnar og frábærum markverði.


KA er með fjögur stig eftir fjóra leiki um miðja deild. Sóknarleikur KA-liðsins náði sér aldrei á flug gegn sterkri vörn Stjörnunnar sem var frábær í síðari hálfleik eftir að hafa verið fremur dauf í þeim fyrri. Segja má að sóknarleikur KA hafi verið eins og svart og hvítt á milli leikhluta.


Sóknarleikur Stjörnunnar var hraður og markviss, varnarleikurinn afar góður í síðari hálfleik. Þá um leið varði Adam Thorstensen allt hvað af tók, 44,8% þegar upp var staðið.


Mörk Stjörnunnar: Hafþór Már Vignisson 7, Dagur Gautason 7, Leó Snær Pétursson 6/1, Björgvin Þór Hólmgeirsson 6, Gunnar Steinn Jónsson 2, Hannar Bragi Eyjólfsson 1, Sverrir Eyjólfsson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 14, 44,8% – Sigurður Dan Óskarsson 1.
Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 7/3, Ólafur Gústafsson 5, Óðinn Þór Ríkharðsson 5, Pætur Mikkjálsson 2, Arnar Freyr Ársælsson 2, Patrekur Stefánsson 2, Einar Birgir Stefánsson 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 8, 21,1%.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild karla er hér.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -