- Auglýsing -

Stjarnan slapp fyrir horn og KA marði sigur – markaskor

Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með Gummersbach til loka ársins. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Stjörnumenn sluppu með skrekkinn í heimsókn sinni til Víkinga í Víkina í kvöld í 11. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Víkingar sóttu hart að gestum sínum og voru nærri búnir að hirða annað stigið. Lokatölur 31:30 fyrir Stjörnuna eftir að jafnt var að loknum fyrri hálfleik, 15:15.


Stjarnan er þar með í fjórða sæti með 15 stig að loknum 11 leikjum eins og ÍBV. FH er efst með 17 stig. Víkingar eru með 2 stig í næst neðsta sæti.


KA náði að leggja Gróttu á heimavelli, 31:29, og binda þar með enda á erfitt skeið að undanförnu þar sem hver leikurinn hefur tapast á fætur öðrum enda var KA-liðið fallið niður í 10. sæti fyrir leikinn í dag.

KA-menn byrjuðu afar vel í dag og komust í 9:2 eftir liðlega 12 mínútur. Óðinn Þór Ríkharðsson fór á kostum og skoraði sex af mörkunum níu. Gróttumenn sóttu í sig veðrið og tókst að minnka muninn í þrjú mörk fyrir hálfleik, 15:12.


Enn meira dró saman með liðunum í síðari hálfleik og minnstur var munurinn eitt mark, 26:25 sex mínútum fyrir leikslok. Nær komust Gróttumenn ekki.


Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla má sjá hér.


KA – Grótta 31:29 (15:12)
Mörk KA: Óðinn Þór Ríkharðsson 14/4, Einar Rafn Eiðsson 4, Ólafur Gústafsson 4, Patrekur Stefánsson 4, Pætur Mikkjalsson 3, Jóhann Geir Sævarsson 1, Einar Birgir Stefánsson 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 8/1, 24,2% – Bruno Bernat 1, 25%.
Mörk Gróttu: Lúðvík Thorberg Bergmann Arnkelsson 6, Jakob Ingi Stefánsson 5, Sveinn Brynjar Agnarsson 4, Hannes Grimm 3, Birgir Steinn Jónsson 3, Ólafur Brim Stefánsson 3, Gunnar Dan Hlynsson 2, Ágúst Emil Grétarsson 1/1, Andri Þór Helgason 1/1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 11/1, 28,2% – Ísak Arnar Kolbeinsson 0.


Víkingur – Stjarnan 30:31 (15:15).
Mörk Víkings: Arnar Steinn Arnarsson 6, Benedikt Elvar Skarphéðinsson 4/2, Jóhannes Berg Andrason 4, Hamza Kablouti 4, Styrmir Sigurðsson 3, Hjalti Már Hjaltason 3, Ólafur Guðni Eiríksson 2, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 2, Andri Dagur Ófeigsson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 14, 31,1%.
Mörk Stjörnunnar: Hafþór Már Vignisson 7, Leó Snær Pétursson 7/2, Björgvin Þór Hólmgeirsson 5, Hjálmtýr Alfreðsson 4, Gunnar Steinn Jónsson 3, Sverrir Eyjólfsson 2, Pétur Árni Hauksson 1, Ari Sverrir Magnússon 1, Jón Ásgeir Eyjólfsson 1.
Varin skot: Brynjar Darri Baldursson 8, 47,1% – Sigurður Dan Óskarsson 7, 25%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -