- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stoltur af strákunum

Gunnar Kristinn Þórsson, var Aftureldingu á nýjan leik í sigurleiknum á Seltjarnarnesi í kvöld. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

„Fyrst og fremst undirstrikaði þessi sigur mikla liðsheild því við urðum fyrir mótlæti fyrir leik og síðan í leiknum sjálfum þegar við náðum góðu forskoti en náðum ekki að fylgja því eftir og gera út um leikinn mikið fyrr,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari karlaliðs Aftureldingar glaður í bragði eftir tveggja marka sigur á Selfossi á heimavelli í gærkvöld, 26:24, í Olísdeild karla. Með sigrinum færðist Afturelding upp í efsta sæti deildarinnar og situr þar að minnsta kosti fram á kvöld.


„Við áttum að vera með þriggja til fjögurra marka forskot í hálfleik en fengum á okkur slæmt mark undir lokin. Síðan fórum við illa með mörg vítaköst og góð færi. En menn brotnuðu ekki. Ég er stoltur af strákunum hvernig þeir héldu einbeitingu og tókst að stýra hraða leiksins. Margir lögðu í púkkið sem lýsir góðri liðsheild,“ sagði Gunnar og benti á að tveir leikmenn Aftureldingar, Halldór Ingi Jónasson og Gunnar Kristinn Þórsson, var skipað í sóttkví rétt fyrir leikinn auk þess Þorsteinn Leó Gunnarsson var í leikbanni. Þá væri nokkrir leikmenn á sjúkralista.

Fátt annað í stöðunni

„Þetta ofan á annað sem hefur dunið á okkur varðandi meiðsli síðustu vikur sýnir hvað liðsheildin skiptir miklu máli þegar á hólminn er komið,“ sagði Gunnar sem varð að kalla Guðmund Árna Ólasson til leiks en hann er að jafna sig eftir fingurbrot.
„Það er orðið fátt um örvhenta hornamenn hjá okkur og þess vegna var fátt annað í stöðunni en að láta hann spila,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, í samtali við handbolta.is eftir sigurinn á Selfossi í gærkvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -