- Auglýsing -

Stórleikur Björns Viðars fleytti ÍBV áfram

Einar Jónsson þjálfari Fram og leikmenn hans leika við ÍBV í 32-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

ÍBV er komið í 16-liða úrslit Coca Cola-bikarsins í handknattleik karla eftir fjögurra marka sigur á Fram, 29:25, í Framhúsinu í kvöld. Eyjamenn voru yfir allan leikinn og höfðu tveggja marka forskot í hálfleik, 12:10.


Allan síðari hálfleik var ÍBV með tveggja til fjögurra marka forskot. Það átti ekki fyrir leikmönnum Fram að minnka muninn í eitt mark eða að jafna. Hvert sinn sem tækifæri gafst rann það þeim úr greipum.


Björn Viðar Björnsson átti stórleik í marki ÍBV. Hann varð 17 skot, 44%. Á honum brutu margar sóknir Framara sem voru einfaldlega skrefi á eftir að þessu sinni.

Lið ÍBV fór oft illa að ráði sínu í sóknarleiknum en það kom ekki að sök að þessu sinni.


Mörk Fram: Vilhelm Poulsen 8/5, Stefán Darri Þórsson 5, Breki Dagsson 3, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 3, Kristinn Hrannar Bjarkason 2, Rógvi Dahl Christiansen 2, Sigurður Örn Þorsteinssson 1, Þorvaldur Tryggvason 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 5, 26,3%, Arnór Máni Daðason 4, 25%, Valtýr Már Hákonarson 1, 25%.

Mörk ÍBV: Rúnar Kárason 8, Ásgeir Snær Vignisson 4, Dagur Arnarsson 3, Kári Kristján Kristjánsson 2, Gabríel Martinez Róbertsson2, Sveinn Jose Rivera 2, Arnór Viðarsson 2, Andrés Marel Sigurðsson 1, Elmar Erlingsson 1, Dánjal Ragnarsson 1.

Varin skot: Björn Viðar Björnsson 17, 43,6%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -