- Auglýsing -

Stórleikur Söru Sifjar dugði ekki í Cheb

Íslenska B-landsliðið fyrir viðureignina í dag. Mynd/HSÍ

B-landslið Íslands í handknattleik tapaði með fimm marka mun fyrir norska landsliðinu á æfingamóti í Cheb í Tékklandi í dag, 25:20, eftir að hafa verið sex mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 14:8.


Ísland byrjaði leikinn vel í dag og skoraði fyrsta mark leiksins, eftir það skiptust liðin á að leiða fyrstu 13 mínútur leiksins. Noregur náði svo góðum kafla og seig fram úr.Íslenska liðið mætti inn í seinni hálfleikinn af krafti og náði á fyrsti 15 mínútum seinni hálfleiks að minnka muninn niður í þrjú mörk. Það sem eftir lifði leiks börðust stelpurnar vel og sýndu frábæra takta í vörn og sókn en norska liðið var ekkert á þeim buxunum að hleypa þeim meira inn í leikinn. Sara Sif Helgadóttir markvörður var frábær í seinni hálfleik og varði 12 skot.


Næsti leikur verður á móti Sviss á morgun.

Sara Sif Helgadóttir í markinu í dag. Mynd/HSÍ


Sara Sif Helgadóttir var valin besti leikmaður Íslands í leiknum.


Mörk Íslands: Auður Ester Gestsdóttir 4, Sara Dögg Hjaltadóttir 3, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 3, Eín Rósa Magnúsdóttir 2, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 2, Birta Lind Jóhannsdóttir 2, Díana Dögg Magnúsdóttir 1, Mariam Eradze 1, Berglind Þorsteinsdóttir 1, Harpa María Friðgeirsdóttir 1.

Sara Sif Helgadóttir varði 12 skot og Saga Sif Gísladóttir 3 skot.


A-landslið Ísland hóf leik klukkan 17 en það er einnig á æfingamóti í Cheb.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -