- Auglýsing -

Stórsigur og þriggja stiga forskot

Valur er áfram efstur í Olísdeild kvenna. Mynd/HSÍ

Valur náði þriggja stiga forystu í Olísdeild kvenna í kvöld með 13 marka sigri, 35:22, á ÍBV í lokaleik 3. umferðar deildarinnar sem loksins var hægt að leika í kvöld. Viðureignin átti að fara fram um miðjan október en var frestað vegna þátttöku liðanna í Evrópubikarkeppninni. Þar með hafa öll lið deildarinnar leikið sex umferðir og er Valur eina liðið sem ekki hefur tapað stigi, er með 12 stig. Fram og KA/Þór eru næst á eftir með níu stig hvort.


ÍBV er í neðri hlutanum ásamt Stjörnunni með fjögur stig í sjötta og sjöunda sæti. Hlekk á stöðuna í deildinni er að finna hér neðst.
Valskonur voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda, m.a. munaði fimm mörkum á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 16:11. Eins og sést á lokatölunum þá dró frekar í sundur með liðunum í síðari hálfleik svo aldrei skapaðist nein spenna.

Varnarleikur Vals var framúrskarandi auk þess sem Saga Sif Gísladóttir varði afar vel. Mariam Eradze fór mikinn í sóknarleiknum og skoraði 10 mörk, sennilega í fyrsta sinn í leik í Olísdeildinni. Hún skoraði ekkert marka sinna úr vítaköstum. Mariam átti einnig þrjár stoðsendingar. Lilja Ágústdóttir og Thea Imani Sturludóttir voru einnig afar góðar og með fína nýtingu úr skotum sínum.

Mörk Vals: Mariam Eradze 10, Lilja Ágústsdóttir 6/2, Thea Imani Sturludóttir 5, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Auður Ester Gestsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 2/1, Hanna Karen Ólafsdóttir 1, Hulda Dís Þrastardóttir 1, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1, Ragnheiður Sveinsdóttir 1, Ída Margrét Stefánsdóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 12, 35,3%.
Mörk ÍBV: Marija Jovanovic 7/3, Sunna Jónsdóttir 5, Þóra Björg Stefánsdóttir 4, Karolina, Olszowa 3, Harpa Valey Gylfadóttir 2, Elísa Elíasdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 6, 23,1% – Erla Rós Sigmarsdóttir 3, 16,7%.


Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild kvenna má sjá hér.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -