Stórveldin í Noregi og Rússlandi leiða saman hesta sína

Katrine Lunde hefur leikið bæði með Vipers og Rostov-Don. Mynd/EPA

Einn leikur verður á dagskrá í Meistaradeild kvenna í handknattleik í dag þegar að Vipers og Rostov-Don mætast. Um er að ræða leik sem var frestað í 9. umferð. Rússneska liðið, sem er enn á toppi A-riðils með 13 stig, tapaði sínum fyrsta leik um síðustu helgi. Hins vegar er norska liðið enn taplaust með 8 stig en hefur aðeins spilað fimm leiki til þessa.

Vipers – Rostov-Don |Miðvikudagur 13.janúar  kl 17.45

  • Vipers ásamt Györ eru enn taplaust í Meistaradeildinni á þessari leiktíð.
  • Rostov situr enn á toppi riðilsins með 13 stig en Vipers er í fimmta sæti með átta stig en á þrjá leiki til góða.
  • Síðasti tapleikur Vipers á heimavelli í Meistaradeildinni var einmitt gegn Rostov á síðustu leiktíð.
  • Rostov vann einnig leik liðanna í Rússlandi á síðustu leiktíð, 33-26.
  • Sigur í þessum leik tryggir Rostov sæti í 8-liða úrslitum í það minnsta þar sem það kemst þá í 7 stiga forystu á Esbjerg sem situr í 7.sæti.
  • Katrine Lunde markvörður Vipers spilaði með Rostov í tvær leiktíðir á árunum 2015-17. Hún vann EHF bikarinn með liðinu á þeim tíma.
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Fjölnir tyllti sér aftur á toppinn

Fjölnismenn gefa toppsæti Grill 66-deild karla í handknattleik ekki eftir enda voru þeir búnir að sitja í efsta sæti deildarinnar þegar leikir...

Örn Ingi mætti til leiks og Víkingur vann með níu

Víkingar koma öflugir til leiks aftur eftir þriggja og hálfs mánaðar hlé á keppni í Grill 66-deildinni í handknattleik karla. Þeir tóku...

HK byrjaði vel eftir langt hlé

HK hóf keppni í Grill 66-deild karla í handknattleik í kvöld með öruggum sigri á Vængjum Júpíters í Dalhúsum í Grafarvogi, 29:18,...
- Auglýsing -