Strákarnir eru komnir í undanúrslit á Balaton Cup

Reykjavíkurúrvalið sem komið er í undanúrslit á Balaton-mótinu í Ungverjalandi. Mynd/Aðsend

Strákarnir í Reykjavíkurúrvalinu í handknattleik leika til undanúrslita við lið Zagreb frá Króatíu á Balaton Cup í Ungverjalandi klukkan 15.30 á morgun. Eftir sigur á Celje Lasko frá Slóveníu í gær lék þeir tvisvar í dag, unnu Porto með 10 marka mun, 30:20, en töpuðu fyrir Veszprém með fimm mörkum, 20:15.


Fyrri leikur dagsins var gegn Veszprém. Viðureignin var í járnum fyrstu 35 mínúturnar og léku íslensku piltarnir feikilega vel. Vörnin var öflug með Hannes Pétur Hauksson í miklu stuði í markinu. Staðan í leikhléi var 11:11. Íslensku strákarnir byrjuðu síðari hálfleikinn vel og komust yfir. Fengu þeir tækifæri að komast tveimur mörkum yfir en tókst ekki. Á sama tíma náðu heimamenn góðum tökum á leiknum og unnu með fimm marka mun, 20:15.


Mörkin skoruðu: Antoine Óskar Pantano 6, Bessi Teitsson 2, Marel Baldvinsson 2, Markús Páll Ellertsson 2, Alex Kári Þórhallsson 1, Bernard Darkoh 1, Max Emil Stenlund 1.

Í markinu varði Hannes Pétur Hauksson 15 skot, 44,1%.

Stigu á bensíngjöfina gegn Porto


Í síðari leiknum þurftu íslensku strákarnir að vinna til þess að komast í undanúrslit. Þá mættu þeir Porto frá Portúgal. Leikurinn var jafn og skemmtilegur fyrstu 15 mínútur leiksins en eftir það stigu okkar menn á bensíngjöfina og voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 17:12. Strákarnir héldu ótrauðir áfram í síðari hálfleik og uppskáru að lokum 10 marka sigur, 30:20 og sæti í undanúrslitum.


Mörkin skoruðu: Antoine Óskar Pantano 7, Alex Kári Þórhallsson 4, Marel Baldvinsson 4, Þórður Sveinn Einarsson 4, Daníel Montoro 3, Matthías Ingi Magnússon 3, Bessi Teitsson 1 Hrafn Ingi Jóhannsson 1, Markús Páll Ellertsson 1, Max Emil Stenlund 1, Nathan Asare 1.

Í markinu varði Jens Sigurðarson níu skot og Viðar Sigurjón Helgason eitt skot.
Jens Sigurðarson valinn maður leiksins af móthöldurum.

Markvörðurinn Jens Sigurðarson var valinn maður leiksins eftir sigurinn á Porto í dag. Mynd/Aðsend

Leikmenn Reykjavíkurúrvalsins er fæddir 2006 og 2007.

a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -