- Auglýsing -

Strax byrjað að fresta leikjum í Olísdeild karla

Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Þegar hefur einum af þremur leikjum sem eru á dagskrá Olísdeildar karla á miðvikudaginn verið frestað. Er þar um að ræða leik Fram og Vals í Framhúsinu. Nýr leikdagur liggur ekki fyrir.


Sömu sögu er að segja um viðureign Gróttu og HK sem fram átti að fara í kvöld. Þeirri viðureign hefur verið frestað eins og greint var frá í morgun á handbolta.is en hefur nú verið staðfest af mótanefnd HSÍ. Allmargir leikmenn HK eru fjarri góðu gamni um þessar mundir, eftir því sem næst er komist.


Til viðbótar hefur verið ákveðið að flýta um sólarhring leik Aftureldingar og Vals í Olísdeild kvenna sem fram átti að fara á næsta sunnudag. Skal flautað til leiks á Varmá klukkan 13.30 á laugardaginn.


Ekkert varð úr að Selfoss og Grótta leiddu saman hesta sína í Grill66-deild kvenna í Sethöllinni í gærkvöld eins og til stóð. Eftir því sem næst verður komist skulu liðin mætast annað kvöld.

Stöðuna í Olísdeildum karla og kvenna má sjá hér.

Stöðuna í Grill66-deildum karla og kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -