Stuttgart hefur gjörbreyst með komu Viggós

Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Stuttgart. Mynd/EPA

Þýska handknattleiksliðið Stuttgart hefur heldur betur hert róðurinn eftir að liðið endurheimti Viggó Kristjánsson til baka úr meiðslum fyrir um mánuði. Liðið vinnur leik eftir leik og í kvöld lagði það botnlið þýsku 1. deildarinnar, 35:31, á heimavelli á sannfærandi hátt.


Viggó fór mikinn í sóknarleiknum. Hann skoraði sex mörk, þar af þrjú úr vítakasti, auk þess sem hann átti fimm stoðsendingar. Andri Már Rúnarsson stóð sig einnig afar vel. Hann skoraði úr báðum markskotum sínum og átti eina stoðsendingu til viðbótar.

Andri Már hefur sótt jafnt og þétt í sig veðrið á leiktíðinni eftir að hafa komið til félagsins rétt áður en deildarkeppnin hófst. Andri Már er aðeins 19 ára gamall og var í dag valinn í 35 manna landsliðshóp Íslands fyrir EM í janúar.

Stuttgart er nú komið í 14. sæti deildarinnar.


Mesta basl er hinsvegar áfram á Balingen sem Daníel Þór Ingason leikur með. Liðið tapaði fyrir Leipzig á útivelli í kvöld með sjö marka mun, 31:24. Daníel Þór skoraði ekki mark en átti eina stoðsendingu. Oddur Gretarsson er ennþá frá keppni.

Í þriðja leik kvöldsins í þýsku 1. deildinni vann Wetzlar liðsmenn Erlangen, 27:24, á heimavelli Erlangen.

Staðan í þýsku 1. deildinni:

Standings provided by SofaScore LiveScore
a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -