- Auglýsing -
- Auglýsing -

Styrkleikaflokkar fyrir EM U18 og U20 ára í sumar liggja fyrir

Íslensku piltarnir fagna í leik á EM U19 ára í Króatíu síðasta sumar. Mynd/EHF Kolektiffimages
- Auglýsing -

Landslið Íslands í handknattleik karla, U20 ára og U18 ára, taka þátt í A-hluta Evrópumótsins í sumar. Frábær árangur U19 ára landsliðsins EM í Króatíu í ágúst síðastliðinn tryggði báðum liðum keppnisrétt á EM í sumar. Dregið verður í riðla fyrir U20 ára mótið á föstudaginn eftir viku og fimmtudaginn 24. febrúar vegna mótsins í flokki 18 ára landsliða.


Styrkleikaröðin hefur verið opinberuð og er Ísland í öðrum flokki sem er í samræmi við áttunda sætið sem U19 ára landsliðið hlaut i Króatíu í sumar sem leið.


Styrkleikaflokkur 1: Þýskaland, Króatía, Spánn, Slóvenía.
Styrkleikaflokkur 2: Danmörk, Portúgal, Svíþjóð, Ísland.
Styrkleikaflokkur 3: Ungverjaland, Frakkland, Noregur, Ítalía.
Styrkleikaflokkur 4: Serbía, Pólland, Færeyjar, Svartfjallaland.

Dregið verður í fjóra fjögurra liða riðla og dregst Ísland gegn einu liði úr flokki eitt, þrjú og fjögur.

Föstudaginn 18. febrúar verður dregið í riðla fyrir U20 ára mótið og fimmtudaginn 24. febrúar vegna U18 ára mótsins.


Lokakeppni EM 20 ára landsliða fer fram í Portó í Portúgal 7. til 17. júlí.


Lokakeppni EM 18 ára landsliða verður haldin í Podgorica í Svartfjallalandi 4. – 14. ágúst.


Forsaga þess að Evrópumót U19 ára landsliða fór fram í sumar sem leið er sú að til stóð að EM U18 ára og 20 ára landsliða yrðu haldin sumarið 2020. Af því varð ekki vegna kórónuveirufaraldursins. Heimsmeistaramót átti að fara fram í þessum flokkum á síðasta ári en var fellt niður. Um leið og það var gert ákvað Handknattleikssamband Evrópu, EHF, að nota tækifærið og efna til Evrópumóts U19 ára landsliða sem um leið myndi gilda sem upplegg fyrir U20 og U18 Evrópumót árið eftir, þ.e. 2022. Eins var leikið B-keppni og gegnum hana komust Færeyingar með glæsibrag m.a. upp í A-flokk í fyrsta sinn með sitt afar efnilega lið.


Sami háttur var hafður á í kvennaflokki en því miður þá tókst U17 og U19 ára landsliðum Íslands ekki að tryggja sér keppnisrétt í A-keppninni en yngra liðið var á barmi þess áfanga.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -