- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sú markahæsta tognar á nára

Slóvenska landsliðskonan Ana Gros kann vel við sig í herbúðum Krim Ljubljana. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Slóvenska landsliðið í handknattleik kvenna varð fyrir öðru áfalli í gær við undirbúning sinn fyrir Evrópumótið sem hefst í Danmörku á fimmtudaginn. Stórskyttan, Ana Gros, tognaði á nára og hætti æfingu áður en henni lauk. Gros er markahæsti leikmaður Meistaradeildar kvenna.


Fyrir helgina smitaðist besti línumaður slóvenska landsliðsins, Aneja Beganovic af kórónuveirunni og verður örugglega ekki með í riðlakeppni EM. Til viðbótar þá eru Elizabeth Omoregie og Nina Zulic í lamasessi þótt þokkalega góðar vonir séu fyrir að þær geti verið með á EM.

Of snemmt er að segja til um hvort Gros verður ekki með á EM en nárameiðsli eru alltaf erfið viðureignar.

Gros er helsta tromp landsliðs Slóveníu og því væri það mikið áfall fyrir landslið Slóvena verði Gros ekki með. Hún er lang markahæst í Meistaradeild kvenna með 62 mörk.

Slóvenar verða í riðli með Svartfellingum, Dönum og Evrópumeisturum Frakka og leika við Dani í fyrstu umferð á fimmtudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -