- Auglýsing -
- Auglýsing -

Svarar Rostov fyrir sigur og heldur Györ áfram að vinna?

Leikmenn Rostov-Don fagnar eftir sigurleik. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Meistaradeild kvenna heldur áfram að rúlla um helgina en þá fara fram átta leikir í 11. umferð.  Í A-riðli verður gaman að fylgjast með hvernig rússneska liðið Rostov svarar fyrir fyrsta tap í Meistradeildinni í vetur um síðustu helgi þegar að þær taka á móti þýska liðinu Bietigheim. Þær rússnesku eru klárlega sigurstranglegri en þær þurfa hins vegar að sýna andlegan styrk eftir tapið gegn Metz. Svo getur CSM Bucaresti og Metz stigið mikilvæg skref í átt að átta liða úrslitum takist þeim að sigra sína leiki um helgina.

Í B-riðli hins vegar fá hinar taplausu í Györ verðugt verkefni þegar þær sækja Odense heim en danska liðið hefur unnið fjóra af síðustu fimm heimaleikjum sínum í Meistaradeildinni í vetur.  CSKA tekur svo á móti Dortmund þar sem þær rússnesku eru mun sigurstranglegri og þá vonast franska liðið Brest til þess að ná að svara fyrir tap liðsins í Rússlandi um síðustu helgi með því að ná að sigra Buducnost á heimavelli.

Leikir helgarinnar

A-riðill

Rostov-Don – Bietigheim | Laugardagur 16. janúar  kl. 11:00

  • Gengi liðanna til þessa hefur verið misjafnt til þessa en Rostov er á toppi riðilsins með 13 stig en Bietigheim er hins vegar í neðsta sæti riðilsins með aðeins 3 stig.
  • Rostov tapaði sínum fyrsta leik frá því í febrúar 2020 um síðustu helgi þegar að liðið tapaði gegn Metz,27-26. Metz var einmitt það lið sem Rostov tapaði gegn áður en þær hófu þessa mögnuðu sigurgöngu.
  • Bietigheim er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 12 stig eftir 14 leiki.
  • Rostov vann fyrri leik þessara liða sem fór fram á heimavelli Bietigheim,32-31.

CSM Bucaresti – Vipers | Laugardagur 16.janúar  kl. 15:00

  • Vipers vann fyrri leik þessara liða á heimavelli, 30-25.
  • CSM hefur unnið 3 af þeim 5 viðureignum sem þessi lið hafa spilað.
  • Nora Mörk er að fara á sinn gamla heimavöll í fyrsta skipti eftir að hún yfirgaf herbúðir rúmenska liðsins.
  • CSM eru í öðru sæti riðilsins með 11 stig eftir 9 leiki en Vipers hafa hins vegar aðeins spilað 5 leiki og eru í fimmta sæti riðilsins með 8 stig.
  • Vipers er annað af þeim tveimur liðum sem eru enn taplaus á þessari leiktíð, hitt liðið er ungverska liðið Györ.

FTC – Esbjerg | Laugardagur 16.janúar kl. 15:00

  • Ungverska liðið vann fyrri leik þessar liða á heimavelli Esbjerg, 26-25.
  • FTC er í fjórða sæti riðilsins með 10 stig eftir 8 leiki en Esbjerg er hins vegar í sjöunda sæti með 4 stig eftir 9 leiki.
  • Esbjerg hafa verið að þétta raðirnar fyrir næsta tímabil en á dögunum tilkynnti félagið að þýski markvörðurinn Dinah Eckerle gengi til liðs við liðið frá franska liðinu Metz og Henny Reistad leikmaður Vipers mun einnig koma til Esbjerg í sumar.

Krim – Metz | Laugardagur 16. janúar kl. 17:00

  • Metz vann fyrri leik liðanna með sex mörkum, 33-27.
  • Það var tilkynnt í vikunni að Tjasa Stanko sem gekk til liðs við Metz frá Podravka síðast liðið sumar muni ganga til liðs við Krim í júní næst komandi.
  • Metz sigraði rússneska liðið Rostov um síðustu helgi en á sama tíma gerði Krim jafntefli við Bietigheim.
  • Franska liðið er í þriðja sæti riðilsins með 10 stig eftir 7 leiki en Krim er í sjötta sæti með 5 stig eftir 9 leiki.

B-riðill

CSKA – Dortmund | Laugardagur 16. janúar kl. 15:00

  • CSKA spilar aftur á heimavelli í þessari umferð en þær unnu baráttusigur gegn Brest um síðustu helgi, 25-24.
  • Rússneska liðið er í þriðja sæti riðilsins með 13 stig, einu stigi á eftir Brest og þremur stigum á eftir toppliði Györ.
  • Dortmund eru líkt og CSKA nýliðar í Meistaradeild kvenna en þeim hefur ekki gengið eins vel að safna stigum en þær eru aðeins með 2 stig eftir 8 leiki.
  • Fyrri leikur þessara liða var spennandi allt fram á lokasekúndu leiksins þar sem þær rússnesku sigruðu 29-28 þrátt fyrir að Alina Grijseels skoraði 10 mörk fyrir Dortmund.
  • Sá leikur var einmitt sá fyrsti í fimm leikja taphrinu þeirra sem stendur enn yfir.

Odense – Györ | Sunnudagur 17. janúar kl. 15:00

  • Odense hóf árið 2021 á góðum nótum þegar þær sigruðu Podravka með 15 marka mun, 35-20.
  • Danska liðið er í fjórða sæti riðilsins með 12 stig en þær hafa verið öflugar á heimavelli í vetur þar sem þær hafa unnið fjóra af fimm heimaleikjum sínum, eina tapið var gegn Brest.
  • Györ er á toppi riðilsins með 16 stig eftir níu leiki. Þær hafa á að skipa besta sóknarleiknum í Meistaradeildinni en þær hafa skorað 308 mörk til þessa sem gerir 34,2 mörk að meðaltali í leik.
  • Ungverska liðið vann sinn stærsta sigur til þessa um síðustu helgi þegar að liðið gerði sér lítið fyrir og vann 17 marka sigur á Valcea, 37-20.
  • Györ hefur unnið alla þrjá leikina sem þessi lið hafa spilað til þessa.

Podravka – Valcea | Sunnudagur 17. janúar kl. 15:00

  • Þessi lið hafa ekki mæst áður í vetur þar sem fyrri leik liðanna sem átti að fara fram 11. október var frestað.
  • Liðin hafa mæst átta sinnum í Evrópukeppnum til þessa þar sem að Valcea hefur unnið fimm sinnum en Podravka þrisvar sinnum.
  • Báðum liðum sárvantar stig úr þessum leik þar sem þau eru í baráttu á botni riðilsins. Podravka eru með 2 stig en Valcea er hins vegar eina liðið sem hefur ekki enn náð að vinna leik í Meistaradeildinni í vetur.
  • Bæði lið töpuðu stórt um síðustu helgi, Podravka tapaði með 15 mörkum gegn danska liðinu Odense, 35-20 en Valcea tapaði með 17 mörkum gegn ungverska liðinu Györ, 37-20.

Brest – Buducnost | Sunnudagur 17. janúar kl. 15:00

  • Um síðustu helgi tapaði Brest sínum öðrum leik í Meistaradeildinni í vetur og þar með lauk fjögurra leikja sigurgöngu franska liðsins.
  • Brest er í öðru sæti riðilsins með 14 stig eftir 10 leiki tveimur stigum á eftir toppliði Györ.
  • Ana Gros sem er markahæsti leikmaður Meistaradeildar kvenna gengur til liðs við rússneska liðið CSKA í sumar.
  • Bojana Popovic sem tók við þjálfun Buducnost um áramótin hóf þjálfaraferil sinn á sigri um síðustu helgi þegar að liðið sigraði Dortmund, 31-27.
  • Fyrri leik þessar liða lauk með jafntefli, 22-22.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -