Sveinn fer ekki til Þýskalands – verður áfram á Jótlandi

Sveinn Jóhannsson hefur samið við Skjern til eins árs. Mynd/Ívar

Kúvending hefur orðið hjá handknattleiksmanninum Sveini Jóhannssyni. Ekkert verður úr að hann flytji til Þýskalads í sumar og gangi til liðs við þýska 1. deildarliðið HC Erlangen eftir að babb kom í bátinn vegna meiðsla. Þess í stað hefur Sveinn skrifað undir eins árs samning við danska úrvalsdeildarliðið Skjern. Félagið segir frá þessum tíðindum í morgun.


Sveinn skrifaði í desember undir samning við HC Erlangen. Hann meiddist illa á hné á æfingu með íslenska landsliðinu rétt fyrir EM í byrjun janúar. M.a. fór hnéskelin úr skorðum. Lék Sveinn ekkert með SønderjyskE eftir áramótin.

Ellefu í úrvalsdeildunum í Danmörku tímabilið ''22/23.
Aalborg: Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari, Aron Pálmarsson.
Ribe-Esbjerg: Ágúst Elí Björgvinsson, Arnar Birkir Hálfdánsson, Elvar Ásgeirsson.
Fredericia: Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfari, Einar Þorsteinn Ólafsson.
Lemvig-Thyborøn: Daníel Freyr Andrésson.
Skjern: Sveinn Jóhannsson.
Ringkøbing Håndbold: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Lovísa Thompson.
Skanderborg Håndbold: Steinunn Hansdóttir.


Endurhæfing í framhaldi af aðgerð í janúar gekk ekki sem skildi. Sveinn sagði í samtali við handbolta.is á dögunum að hann hafi farið aðra aðgerð 15. maí og hann væri nú á leiðinni inn á beinu brautina. Í ljósi ástandsins þá tók samningur Sveins við HC Erlangen ekki gildi en vaskur umboðsmaður Sveins dó ekki ráðalaus.


Sveinn þekkir vel til í danska handknattleiknum. Hann hefur undanfarin þrjú ár leikið með úrvalsdeildarliðinu SønderjyskE við góðan orðstír. Sveinn er línumaður en einnig öflugur línumaður. Áður en Sveinn fór til Danmerkur sumarið 2019 lék hann í eitt ár með ÍR en var að öðru leyti liðsmaður Fjölnis frá blautu barnsbeini.- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -