- Auglýsing -

Sveinn meiddist á hné – óvissa um EM þátttöku

Sveinn Jóhannsson samdi við Skjern til eins árs. Mynd/Ívar

Sveinn Jóhannsson landsliðsmaður í handknattleik meiddist á hné á æfingu íslenska landsliðsins í morgun. Frá þessu er greint á vef RÚV þar sem Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari staðfestir ótíðindin.

„Við vitum ekki stöðuna á honum eins og hann er núna. Hann fer í myndatöku í fyrramálið,“ segir Guðmundur Þórður í samtali við RÚV og bætir við að þegar niðurstaða liggi fyrir verði tekin ákvörðun um hvort kalla þurfi á mann inn í hópinn í stað Sveins. Það sé hinsvegar hægara sagt en gert eins og ástand mála er vegna faraldurs kórónuveiru.


Sveinn, sem einnig er línumaður danska úrvalsdeildarliðsins SönderjyskE er einn fjögurra línumanna íslenska landsliðsins sem býr sig undir þátttöku á Evrópumótinu sem stendur fyrir dyrum um miðjan mánuðinn.

Sjá frétt RÚV hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -