- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sveinn og félagar innsigluðu sæti í úrslitakeppninni

Sveinn Jóhannsson leikmaður SönderjyskE gengur til liðs við Erlangen í sumar. Mynd/SönderkyskE
- Auglýsing -

Sveinn Jóhannsson og samherjar SönderjyskE tryggðu sér sæti í úrslitakeppni átta efstu liða dönsku úrvalsdeildarinnar í dag með naumum sigri á Fredericia, 31:30, á útivelli. Þar með er öruggt að SönderjyskE hafnar í einu af átta efstu sætum deildarinnar hvernig sem þrír síðustu leikir liðsins fara. SönderjyskE er sem stendur í fimmta sæti deildairnnar.


Sveinn kom talsvert við sögu í leiknum í dag. Hann skoraði fjögur mörk í fimm tilraunum, var einnig með í varnarleiknum auk þess að eiga eina stoðsendingu.


Vængbrotið lið meistaranna, Aalborg, vann Århus, 26:22, í hinni viðureign dagsins í dönsku úrvalsdeildinni í karlaflokki. Fjórir sterkir leikmenn Aalborg eru úti eftir að hafa smitast af kórónuveirunni á dögunum. Til að fylla skarð þeirra varð þjálfari Aalborg, Stefan Madsen, að kalla í fjóra leikmenn úr unglingaliðinu til þess að vera með nægan fjölda leikmanna.

Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg. Hann hefur sem betur fer sloppið við smit.


Staðan:
GOG 37(22), Aalborg 35(23), Bjerringbro/Silkeborg 33(22), Holstebro 32(23), SönderjyskE 27(23), Skanderborg 26(23), Skjern 25(22), Kolding 21(23) – Ribe-Esbjerg 18(23), Fredericia 18(22), Mors-Thy 17(23), Aarhus 16(23), Lemvig 8(23), Ringsted 5(23).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -