- Auglýsing -
- Auglýsing -

Teitur Örn í fámennri en góðmennri sigursveit

Teitur Örn Einarsson, leikmaður Flensburg. Mynd/Flensburg Handewitt
- Auglýsing -

Teitur Örn Einarsson var öflugur í fámennri en góðmennri sveit leikmanna Flensburg sem ferðaðist til Búkarest og vann liðsmenn Dinamo með átta marka mun, 28:20, í áttundu umferð Meistaradeildar karla í handknattleik í kvöld. Mikil forföll voru hjá Flensburg vegna kórónuveirunnar og voru aðeins 12 leikmenn liðsins á skýrslu í kvöld. Þar á meðal varð bæði þjálfarinn og aðstoðarþjálfarinn eftir heima. Þjálfari ungmennaliðs Flensburg stýrði málum að þessu sinni.


Teitur Örn skoraði fjögur mörk í sjö skotum. Hinn dansk/þýski Aaron Mensing var markahæstur með níu mörk. Enginn lék þó betur en bosníski markvörðurinn Benjamin Buric. Hann var með 46% markvörslu.


Flensburg hefur gengið flest í hag í Meistaradeildinni síðan Teitur Örn kom til liðsins um miðjan október. Liðið er nú komið upp í 5. sæti í B-riðli með sjö stig.


Motor Zaporozhye er í sætinu fyrir neðan með sex stig. Roland Eradze er markvarðaþjálfari Motor. Liðið tapaði með sjö marka mun fyrir Veszprém í Ungverjalandi í kvöld, 36:29.


Pick Szeged lagði Vardar í Skopje, 30:27, en liðin eru einnig í B-riðli.
Í A-riðli vann PSG liðsmenn Porto, 39:30, í Porto.


Staðan í A- og B-riðlum Meistaradeildar karla eftir átta umferðir:

Standings provided by SofaScore LiveScore
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -