- Auglýsing -
- Auglýsing -

Teitur Örn og félagar misstu vænlega stöðu niður í jafntefli

Teitur Örn Einarsson leikmaður Flensburg. Mynd/Flensburg
- Auglýsing -

Teitur Örn Einarsson, landsliðsmaður í handknattleik og samherjar hans í þýska liðinu Flensburg misstu fjögurra marka forskot niður í jafntefli í heimsókn sinni til Wetzlar í þýsku 1. deildinni í kvöld, 29:29. Flensburg skoraði ekki mark síðustu sjö og hálfa mínútu leiksins. Á sama tíma skoruðu leikmenn Wetzlar fjórum sinnum og tryggðu sér annað stigið. Hvernig sem Teitur og félagar reyndu þá tókst þeim ekki að skora.


Teitur Örn skoraði fjögur mörk úr jafn mörgum tilraunum auk þess sem hann átti fjórar stoðsendingar. Flensburg er í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig og er tveimur stigum og einum leik á eftir Kiel sem vann stórsigur á Stuttgart á útivelli, 42:29.


Svíinn Hampus Wenne skoraði átta mörk fyrir Flensburg en þeir Emil Mellegard, Maximilian Holst og Lars Weissgerber skoruðu fimm sinnum hver fyrir Wetzlar.

Fengu ekki rönd við reist

Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson skoruðu eitt mark hvor fyrir Stuttgart í leiknum við ríkjandi meistara Kiel sem voru m.a. án Niklas Landin markvarðar og Filip Jicha þjálfara í heimsókn sinni til Stuttgart. Heimaliðið átti aldrei möguleiki á að standa í liðsmönnum Kiel sem voru 11 mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 22:11. Patrick Wiencek og Rune Dahmke skoruðu átta mörk hvor fyrir Kiel. Jerome Müller var markahæstur hjá Stuttgart með fimm mörk.

Hafði hægt um sig

Bjarki Már Elísson hafði hægt um sig í kvöld þegar lið hans, Lemgo, vann Lübbecke, 27:22, á heimavelli. Bjarki skoraði þrjú mörk, þar af voru tvö af vítalínunni. Kian Schwarzer og Joanthan Carlsbogard voru atkvæðamestir hjá Lemgo með fimm mörk hvor. Tom Skroblien átti prýðilegan leik fyrir Lübbecke og skoraði í átta skipti í níu tilraunum.


Tap í höfuðborginni

Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein-Neckar Löwen töpuðu í heimsókn sinni til Füchse Berlin, 23:20. Andy Schmid skoraði sex mörk fyrir Löwen en Paul Drux og Lasse Andersson skoruðu fjörum sinnum fyrir Berlínarrefina. Ýmir Örn lék til sín taka í vörninni og var m.a. tvisvar sinnum vísað af leikvelli.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -