- Auglýsing -

Teitur Örn og félagar unnu þreytta liðsmenn Lemgo

Teitur Örn Einarsson leikmaður Flensburg. Mynd/Flensburg

Teitur Örn Einarsson og félagar í Flensburg unnu öruggan sigur á Bjarka Má Elíssyni og samherjum í Lemgo, 27:19, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld en leikið var í Flensburg. Heimamenn voru með yfirhöndina frá upphafi til enda og m.a. munaði fimm mörkum á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 13:8.


Á þriðjudagskvöld lék Lemgo erfiðan leik við Füchse Berlín í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. Virðist hann hafa tekið sinn toll að þessu sinni því leikmenn Lemgo voru á eftir frá upphafi til enda.

Teitur Örn skoraði fjögur mörk og átti eina stoðsendingu. Lasse Svan var markahæstur með fimm og Mads Mensah skoraði fjögur mörk eins og Teitur Örn.


Bjarki Már skoraði þrjú mörk fyrir Lemgo, þar af eitt úr vítakasti. Svíinn Joathan Carlsborgard var markahæstur hjá Lemgo með sex mörk.
Afar þétt er leikið í Þýskalandi um þessar mundir og eiga flest liðin enn þrjá leiki eftir áður en gert verður ríflega mánaðar hlé frá og með 28. desember.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -