- Auglýsing -

Teitur Örn tekur sæti Donna

Teitur Örn Einarsson verður í 16 manna hópnum gegn Ungverjum í dag, í fyrsta sinn á mótinu. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Teitur Örn Einarsson tekur sæti í 16-manna hópnum sem leikur við Ungverja í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handknattleik karla kl. 17 í dag í MVM Dome í Búdapest. Teitur Örn tekur sæti Kristjáns Arnar Kristjánssonar sem verður utan hóps í dag eins og Ágúst Elí Björgvinsson, Daníel Þór Ingason og Elvar Ásgeirsson.Leikurinn verður einnig sá fyrsti sem Teitur Örn tekur þátt í EM en hann hefur áður leikið á heimsmeistaramóti með íslenska landsliðinu.

Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (238/16).
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG Håndbold (27/1).

Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (65/76).
Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (154/603).
Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe (84/235).
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (15/16).
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (48/123).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (34/59).
Janus Daði Smárason, Frisch Auf Göppingen (51/69).
Orri Freyr Þorkelsson, Elverum (3/1).
Ólafur Andrés Guðmundsson, Montpellier Handball (135/268).
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (58/157).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Tauron Kielce (41/99).
Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (21/22).
Viggó Kristjánsson, TVB 1898 Stuttgart (23/59).
Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (54/26).

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -