- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þeir treystu og fylgdu leikplaninu

Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, á hliðarlínunni í einum af umspilsleikjunum við Fjölni. Mynd/Þorgils G - Fjölnir handbolti
- Auglýsing -

„Menn voru eðlilega ekki sáttir eftir síðasta leik og komu því heldur betur klárir í leikinn í kvöld. Upphafskaflinn var svakalega góður,“ sagði Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, glaður í bragði eftir sigur á Fjölni í þriðja leik liðanna í umspili um sæti í Olísdeild karla í Austurbergi í kvöld, 37:28.

ÍR-ingar voru með tögl og hagldir í leiknum frá byrjun og skoruðu m.a. sjö af fyrstu átta mörkunum. Þetta var annar stórsigur ÍR-ingar í rimmunni en fyrsta leikinn unnu þeir með 12 marka mun, 36:24.


„Eftir að við skoruðum tvö mörk í röð í stöðunni 10:8 þá slitum við okkur frá þeim. Eftir það má segja að það hafi verið einstefna af okkar hálfu allt til leiksloka. Það var virkilega gott að strákarnir mættu klárir í það sem lagt var upp með. Þeir treystu og fylgdu leikplaninu,“ sagði Kristinn.


ÍR-ingar geta gert út um einvígið á sunnudaginn í Dalhúsum en þá vantar aðeins einn sigur til viðbótar til þess að vinna umspilskeppnina og endurheimta þar með sæti í Olísdeildinni sem þeir máttu gefa eftir fyrir ári.

Auðvitað er það stefnan

„Auðvitað er stefnan að ljúka einvíginu á sunnudaginn en að sama skapi hefði maður getað sagt fyrir fram að stefnan hafi verið að vinna einvígið þrjú núll. Sannarlega getur líka svo farið að niðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en eftir fimm leiki. En vissulega langar okkur að binda enda á rimmuna í Dalhúsum á sunnudaginn. Á því leikur enginn vafin.


Hinsvegar verðum við að mæta eins og menn í leikinn á sunnudaginn. Við fáum ekkert gefið gegn Fjölnisliðinu sem er virkilega gott. Það verður að taka þá alvarlega eins og við fengum að finna fyrir í öðrum leik á síðasta mánudag,“ sagði Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR í samtali við handbolta.is í Austurbergi í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -