- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þekkt nöfn vantar í leikmannahóp Portúgal

Rui Silva sem hér glímir við Ými Örn Gíslason er að vanda í portúgalska hópnum á EM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Portúgalska landsliðið sem mætir til leiks á Evrópumeistaramótinu verður ekki eins sterkt og stundum áður. Það virðist ljóst af þeim leikmannahópi sem handknattleikssamband Portúgals tilkynnti til mótsins í gærkvöld. Á listann vantar nokkur þekkt nöfn. Íslenska landsliðið mætir portúgalska landsliðinu í upphafsleik liðanna á EM á föstudagskvöld klukkan 19.30.

Diogo Silva, Al­ex­is Bor­ges, Belone Mor­eira, Pedro Portela Joe Ferraz eru þar á meðal en einnig Luis Fra­de, leikmaður Barcelona og André Gomes samherji Alexanders Peterssonar, Arnars Freys Arnarssonar og Elvars Arnar Jónssonar hjá Melsungen í Þýskalandi.


Fjarvera Frade og Gomes kemur ekki á óvart þar sem þeir hafa verið meiddir um nokkurt skeið og m.a. leikur Frade ekki með Barcelona á nýjan leik fyrr en á næsta keppnistímabili.


Nærri helmingur eða átta af átján leikmönnum eru liðsmenn Porto, meistaraliðs Portúgal, sem hefur gert það gott í Meistaradeild Evrópu á undanförnum árum.

Markverðir:
Gusta­vo Cap­deville, Ben­fica.
Manu­el Gasp­ar, Sport­ing.

Aðrir leikmenn:
Di­ogo Branquin­ho, Porto
Leo­nel Fern­and­es, Porto.
Sal­vador Sal­vador, Sport­ing.
Al­ex­andre Ca­valcanti, Nan­tes.
Fabio Mag­al­haes, Porto.
Gil­berto Duarte, Mont­p­ellier.
Tiago Rocha, Nancy.
Daym­aro Sal­ina, Porto.
Victor It­urriza, Porto.
Daniel Vieeira, Avanca.
Ang­el Hern­and­ez, Kuwait SC.
António Areia, Porto.
Migu­el Al­ves, Porto.
Migu­el Mart­ins, Pick Sze­ged.
Martim Costa, Sport­ing.
Rui Silva, Porto.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -