- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þetta er getumunurinn

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals. Mynd/Valur
- Auglýsing -

„Þetta voru tvö góð stig og ef við gefum okkur það að deildin verði jöfn og spennandi þá máttum við ekki við því að misstíga okkur í þessum leik. En með fullri virðingu fyrir ÍR-ingum þá er þetta getumunurinn á liðunum. Við lögðum mikið í leikinn og unnum mjög fagmannlega,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals, eftir 19 marka sigur á ÍR, 43:24, í annarri umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Origohöllinni á Hlíðarenda í kvöld.


„Ég lagði þunga áherslu á það að menn mættu til leiks og léku eins og menn og væru einbeittir frá upphafi til enda. Fyrir mér er það ákveðið gæðamerki fyrir mitt lið að getað gert það. Þess utan þá tókst okkur að rúlla vel á liðinu og sýna að það er samkeppnin innan liðsins um stöður.“

Reikna ekki með 19 marka sigri


„Við förum hinsvegar ekkert fram úr okkur þrátt fyrir stórsigur að þessu sinni. Næsti leikur verður erfiðari. Ég reikna ekki með 19 marka sigri í Eyjum eftir rúma viku. Því get ég lofað þér,“ sagði Snorri Steinn en hann fer með sína menn til Vestmannaeyja á laugardaginn eftir viku.
„Það verður gaman að fara til Eyja í fyrsta heimaleik þeirra. Vonandi er covidið ekki að breiðast svo mikið út að takmarkanir verði settar á handboltann. Við viljum leika í alvöru stemningu í Eyjum, það er klárt,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals við handbolta.is í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -