- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Þetta er svo pirrandi“

Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu og leikmenn hans frá liðsmenn ÍBV í heimsókn dag. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

„Ég veit ekki hvaða lýsingarorð ég á að nota. Þú og aðrir getið bara rétt ímyndað ykkur hvernig mér líður,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, vonsvikinn er handbolti.is náði af honum tali eftir eins marks tap, 24:23, fyrir Fram í 3. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Hertzhöllinni í kvöld. Þetta var annað eins marks tap Gróttu á heimavelli á leiktíðinni og er liðið enn stigalaust eftir þrjár umferðir.

Eins og við þorum ekki að vinna

„Þetta er svo pirrandi. Það er engu líkara en við þorum ekki að vinna leik. Við erum í erfiðleikum á sama tíma og við erum að koma inn með nýja hluti frá síðasta tímabili. Við erum með meiri breidd í leikmannahópnum en í fyrra. Þegar okkar bestu menn eru með þá skotnýtingu sem þeir voru með í kvöld þá verður þetta niðurstaðan,“ sagði Arnar Daði sem var óhress eins og gefur að skilja.


Í lokin áttu Gróttumenn möguleika á að jafna metin í lokasókn sinni en allt kom fyrir ekki. Valtýr Már Hákonarson varði frá Igor Mrsulja en svo virtist sem brotið væri á Mrsulja. Fram tókst að halda boltanum í þær sekúndur sem eftir voru.

Var þetta brot?

Arnar sagði lokasókn Gróttu ekki hafa verið góða en tók undir að svo hafi virst sem brotið hafi verið á Mrsulja. „Það var eins þegar Birgir Steinn var rekinn út af þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Ég hef horft á atvikið nokkrum sinnum áður en ég kom í þetta viðtal. Ég segi bara það að ef þetta var var brot þá verður handboltinn kominn út af borðinu eftir nokkur ár. Birgir fór í skothendina á manninum og síðan í hinn handlegginn. Framarinn datt á bakið og Birgir fékk tvær mínútur.

Hvar stendur það í reglunum?

Annað dæmi er frá í fyrri hálfleik þegar Fram fékk að leika í mínútu í sókn manni færri án þess að dómararnir gæfu merki um töf. Þegar við vorum manni undir í lokin var hendin komin upp eftir 40 sekúndur. Ég velti fyrir mér hvort aðrar reglur gildi  þegar tvær og hálf mínúta er eftir af leiknum eða 40 mínútur. Hvar stendur það í reglunum? Á þetta að vera svona?,“ spurði Arnar Daði og blaðamaður reyndist ekki hafa svar frekar en stundum áður.

Áttum ekki meira skilið

„Ég ætla ekki að kenna dómurunum um tapið í kvöld. Við áttum ekki meira skilið en við fengum út úr leiknum af því að við vorum lélegir. Það er pirrandi því við eigum að vera betri en raun bar vitni um,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari karlaliðs Gróttu í samtali við handbolta.is í Hertzhöllinni í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -