- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Þetta var líkamsárás og ekkert annað“

Alexander Petersson fékk þung höfuðhögg í leiknum í Porto í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Ég er mjög óhress með að dómararnir hafi ekki þorað að gefa rautt spjald fyrir líkamsárásina á Alexander Petersson,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla í samtali við handbolta.is eftir tapið fyrir Portúgal í undankeppni EM í handknattleik í kvöld, þegar hann var spurður út í stöðuna á Alexander sem varð að fara af leikvelli snemma leiks eftir hafa í tvígang fengið höfuðhögg, hið síðara var einstaklega gróft.

„Þetta flokkast undir líkamsárás, ekkert annað, að mínu mati og það tvisvar með stuttu millibili. Alexander var kýldur.
Hann datt alveg út og við tókum ekki neina áhættu með hann. Þegar Alexander treystir sér ekki til þess að fara inn á völlinn þá treystir sér enginn. Það var bara ekkert um það að ræða af okkar hálfu heldur að taka neina áhættu með hann. En þetta var bara planið hjá þeim. Þetta var klárt upplegg, að mínu mati,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari við handbolta.is í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -