- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þetta var tapað stig

Ásbjörn Friðriksson t.v. við hliðarlínuna í Hertzhöllinni í gærkvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

„Þetta var tapaði stig eftir fínan fyrri hálfleik og góðan leik framan af síðari hálfleik,“ sagði Ásbjörn Friðriksson aðstoðarþjálfari FH í samtali við handbolta.is eftir að FH og Grótta skildu jöfn, 30:30, í Olísdeild karla í handknattleik í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í gærkvöld.


FH var með fimm marka forskot, 26:21, þegar 12 mínútur voru til leikslok eftir að hafa verið 15:10 yfir að loknum fyrri hálfleik.


„Við náðum ekki stoppum í vörninni og þrátt fyrir ákveðið forskot þá náðum við aldrei að slíta Gróttumenn almennilega af okkur. Á síðustu mínútunum vorum við komnir í hörkuleik sem okkur tókst ekki að ná í bæði stigin,“ sagði Ásbjörn.


„Stundum vantaði aðeins upp á í sóknarleiknum okkar en þegar öllu er á botninn hvolft þá lá vandi okkar í varnarleiknum. Okkur tókst ekki að vera nógu grimmir gegn sjö manna sóknarleik Gróttu. Við náðum ekki stoppum og þess vegna fengum við alltof mörg mörk á okkur í síðari hálfleik, alls tuttugu,“ sagði Ásbjörn sem er að jafna sig af meiðslum og hefur af þeim sökum ekki tekið þátt í síðustu leikjum FH-liðsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -