- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þéttum raðirnar í seinni hálfleik

Aron Kristjánsson, þjálfari karlaliðs Hauka. Mynd/Haukar
- Auglýsing -

„Við lékum 6/0 vörn allan leikinn. Í fyrri hálfleik þótti mér Framliðið fá of oft að skora með einföldum hætti. Í síðari hálfleik tókst okkur að koma betur í veg fyrir það. Þá fengum við mörk eftir hraðaupphlaup, seinni bylgjun og reyndar var sóknarleik okkar bara mjög beittur,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, glaður í bragði eftir sex marka sigur á Fram, 34:28, í Olísdeild karla í Schenkerhöllinni síðdegis í dag. Með sigrinum treystu Haukar stöðu sína í efsta sæti deildarinnar.


„Andri [Sigmarsson Scheving] varði mjög vel í síðari hálfleik auk þess sem vörnin vann vel með honum og var þéttari,“ sagði Aron sem viðurkenndi að upphafskaflinn í síðari hálfleik hafi ekki alveg verið nógu góður. Fram minnkaði þá muninn í eitt mark, 21:20, eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 20:17.
„Mér fannst Adam [Baumruk] og Heimir Óli [Heimisson] vera svolítið værukærir í vörninni. Það var meiri vinnsla á Þráni [Orra Jónssyni] og Darra [Aronssyni] eftir að þeir komu inn á,“ sagði Aron.

Viljum halda öllum við efnið

Aron hikaði ekki við að skipta Björgvini Páli Gústavssyni út af snemma leiks og sendi hann ekki aftur inn á leikvöllinn aftur. Aron sagði ákvörðun sína hafa verið einfalda. „Björgvin fékk á sig átta mörk í röð í fyrri hálfleik. Hann varði reyndar eitt skot áður en honum var skipt út af. Andri stóð sig vel í haust og því var rétt að hann fengi tækifæri því við viljum halda öllum mönnum við efnið hjá okkur,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka í samtali við handbolta.is í Schenkerhöllinni í kvöld eftir sigur Hauka á Fram.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -