- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þjálfaralausir ÍR-ingar létu ekki stórleik Ísaks slá sig út af laginu

- Auglýsing -

ÍR-ingar sitja einir í öðru sæti Grill66-deildar karla í handknattleik eftir að þeir unnu ungmennalið Selfoss með þriggja marka mun, 32:29, í Austurbergi í kvöld. ÍR var einnig þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12.


Örvhenta skyttan efnilega, Ísak Gústafsson, fór á kostum með Selfossliðinu í kvöld og skorað 13 mörk. Honum héldu bókstaflega engin bönd.

Stórleikur hans náði þó ekki að slá leikmenn ÍR út af laginu sem léku í kvöld undir stjórn Andra Heimis Friðrikssonar og Jóns Kristins Björgvinssonar. Þjálfari ÍR, Kristinn Björgúlfsson, tók út leikbann sem hann var úrskurðaður í á dögunum af aganefnd HSÍ. Kristinn mætir galvaskur í næsta leik.

Liðið hefur þar með 12 stig eftir sjö leiki og er tveimur stigum á eftir Herði frá Ísafirði sem er efstur og taplaus sem fyrr.


Fjölnir er í þriðja sæti með 10 stig og Þór Akureyri hefur átta stig og hefur lokið sjö leikjum eins og liðin fyrir ofan.

Mörk ÍR: Dagur Sverrir Kristjánsson 8, Hrannar Ingi Jóhannsson 7, Viktor Sigurðsson 6, Bjarki Steinn Þórisson 4, Ólafur Haukur Matthíasson 3, Daníel Zaise 1, Eyþór Waage 1, Ólafur Atli Malmquist 1, Kristján Orri Jóhannsson 1.
Mörk Selfoss U.: Ísak Gústafsson 13, Haukur Páll Hallgrímsson 5, Gunnar Flosi Grétarsson 3, Sæþór Atlason 3, Vilhelm Freyr Steindórsson 2, Elvar Elí Hallgrímsson 1, Sölvi Svavarsson 1, Hans Jörgen Ólafsson 1.


Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -