- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þjálfari Bjarka Más er þjálfari ársins

Florian Kehrmann fagnar marki á sínum tíma sem leikmaður. Nú getur hann fagnað sem þjálfari Lemgo. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Florian Kehrmann, þjálfari bikarmeistara Lemgo sem Bjarki Már Elísson landsliðsmaður leikur með, var kjörinn þjálfari ársins í þýsku 1. deildinni. Þetta er í fyrsta skipti sem Kehrmann verður fyrir valinu en sigur Lemgo í bikarkeppninni fyrir um mánuði á væntanlega stærstan þátt í að hann hreppir hnossið að þessu sinni en liðið er um miðja 1. deild fyrir lokaumferðina á morgun.


Þjálfarar og framkvæmdastjórar félaganna 20 sem eiga sæti í 1. deild greiddu atkvæði í kjörinu. Ekki hefur verið greint frá því hverjir höfnuðu í næstu sætum á eftir Kehrmann.


Kehrmann hefur þjálfað Lemgo frá 2014 en þar áður var hann leikmaður liðsins í 15 ár. Hann framlengdi nýverið samning sinn til ársins 2023.


Þjálfari ársins hefur verið valinn frá 1984 að 1994 og 1995 undanskildum þegar kjörið féll niður. Alfreð Gíslason hefur fimm sinnum orðið fyrir valinu, fyrst 2001, þegar Magdeburg vann Meistaradeild Evrópu og síðar 2009, 2011, 2012 og 2019. Annar Íslendingur, Jóhann Ingi Gunnarsson, hreppti nafnbótinu árið 1986 þegar hann þjálfaði Tusem Essen.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -