Þorðum ekki að skjóta á markið

Sigurður Bragason, þjálfari, og leikmenn ÍBV. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

„Við vorum komin með góða stöðu á kafla, þriggja marka forskot. Síðustu tíu mínúturnar voru erfiðar þar sem okkur tókst varla að leika okkur í færi. Þá var þetta lélegt,“ sagði Hilmar Ágúst Björnsson, annar þjálfara kvennaliðs ÍBV, eftir jafntefli, 21:21, gegn Haukum í Olísdeild kvenna í handknattleik í Schenkerhöllinni í gærkvöld.


„Það var eins og leikmenn þyrðu ekki að sækja á markið og skotin voru fá en slök. Reyndar þótti mér einkennilegt að í tvígang á síðustu tíu mínútunum virtist Sunna Jónsdóttir vera komin í gegn þegar brotið var á henni án þess að dæmt væri vítakast,“ sagði Hilmar Ágúst.

„Svipað var upp á teningnum í fyrri hálfleik. Ég veit ekki hvernig stendur á þessu. Kannski er Sunna of sterk. Mér fannst hún að minnsta kosti ekki fá það sem hún á skilið í þessum leik.“

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -