Þorgils Jón tekur af öll tvímæli

Þorgils Jón Svölu-Baldursson. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Tekin hafa verið af öll tvímæli um hvort Þorgils Jón Svölu Baldursson leikur áfram með Val eða fylgir unnustu sinni Lovísu Thompson eftir til Danmerkur. Valur tilkynnti i hádeginu að línu- og varnarmaðurinn sterki hafi skrifað undir eins árs samning við félagið og verði þar með áfram í herbúðum uppeldisfélagsins.


Þorgis Jón, eða Oggi eins og hann er kallaður, er uppalinn Valsari sem hefur verið lykilmaður í sigursælu liði Vals undanfarin ár. Um tíma leit út fyrir að Oggi reyndi fyrir sér í Danmörku á næstu leiktíð og fylgdi í kjölfar Lovísu sem samið hefur við úrvalsdeildarliðið Ringkøbing Håndbold.Í mörg horn verður að líta hjá Ogga og samherjum á næsta keppnistímabili. Auk þess að leika í Olísdeildinni og í bikarkeppninni þar sem þeir eiga meistaratitla að verja, þá leikur Valur í riðlakeppni Evrópudeildarinnar frá því í október og fram í lok febrúar með alls tíu kappleikjum sem fram fara heima og að heiman.


a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -