- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þorgrímur Smári ákveður að láta gott heita

Handknattleiksmaðurinn Þorgrímur Smári Ólafsson. Mynd/Fram
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn Þorgrímur Smári Ólafsson tilkynnti í dag að ekki væri von á honum fram á handknattleikvöllinn á nýja leik, alltént ekki í hlutverki leikmanns. Eftir langvarandi glímu við meiðsli hefur hann játað sig sigraðan og segist þar með láta skynsemina ráða.


„Ég hélt alltaf í vonina, neistann um að geta tekið 2-3 tímabil í viðbót en langvarandi meiðsli og brjóskeyðing í hné slekkur á þeirri von. Skynsöm ákvörðun að setja líkamann í fyrsta sætið. Tilfinningin er sérstök, líf manns hefur meira og minna snúist um handbolta síðan maður var 7 ára gamall,“ skrifaði Þorgrímur Smári á Facebooksíðu sína í dag.


Nokkuð er um liðið síðan Þorgrímur Smári lék síðast með Fram. Hann var ekkert með á síðustu leiktíð en keppnistímabilið 2020/2021 tók Þorgrímur Smári þátt í 19 leikjum í Olísdeildinni og skoraði 62 mörk. Gekkst hann undir aðgerð í lok keppnistímabilsins með von um að snúa til baka inn á völlinn.


Auk Fram lék Þorgrímur Smári m.a. með ÍR, Gróttu, Val, HK og Aftureldingu auk Runar í Noregi. Einnig var Þorgrímur Smári í yngri landsliðum Íslands, m.a. því sem hlaut silfurverðlaun á HM 21 árs landsliða í Túnis 2009.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -