- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þórir kjörinn þjálfari ársins 2021

Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsiðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handknattleik kvenna, var í kvöld kjörinn þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en greint var frá niðurstöðu kjörsins fyrir stundum. 

Þetta er í fyrsta sinn sem Þórir verður fyrir valinu en SÍ hafa staðið fyrir valinu á þjálfara ársins frá árinu 2012. Þórir hefur þrisvar sinnum hafnað í öðru sæti og er fjórði handknattleiksþjálfarinn sem hreppir hnossið. Hinir eru Alfreð Gíslason 2012 og 2013, Dagur Sigurðsson árið 2016 og Kristján Andrésson tveimur árum síðar. 

Annar handknattleiksþjálfari Andri Snær Stefánsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara KA/Þórs í handknattleik kvenna, varð í fjórða sæti. 

Vésteinn Hafsteinsson kastþjálfari sem átti gull- og silfurhafa á Ólympíuleikunum í sumar hafnaði í öðru sæti. 

Þjálfari ársins – stigin:
1.Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta – 131.
2.Vésteinn Hafsteinsson, kringlukasts og kúluvarpsþjálfari – 68.
3.Arnar B. Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings R. Í fótbolta – 37.
4.Andri Snær Stefánsson, þjálfari kvennaliðs KA/Þórs í handbolta – 13.
5.Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, yfirþjálfarar Íslands í hópfimleikum – 11.

Hver og einn félagi í SÍ raðar þremur þjálfurum á blað frá 1-3. Efsta sætið gefur 5 stig, 2. sætið 3 stig og 3. sætið 1 stig. Þrír þjálfarar fengu atkvæði í fyrsta sætið í ár.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -