Þórsarar fá KA-mann að láni

Jóhann Einarsson leikur með Þór í vetur. Mynd/Þór

Handknattleiksmaðurinn Jóhann Einarsson hefur verið lánaður til Þórs á Akureyri frá grönnum sínum í KA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá handknattleiksdeild Þórs í kvöld. Þar kemur fram að Jóhann leiki með Þór út yfirstandandi keppnistímabil í Grill66-deildinni.


Jóhann getur jafnt leikið sem miðjumaður og vinstri skytta. „Við hlökkum til þess að kynnast kappanum betur og efumst ekki um að Jói eigi eftir að reynast okkur vel,“ segir m.a. í tilkynningu Þórsara.


Jóhann hefur verið á leikskýrslu hjá KA í þremur af fjórum leikjum liðsins í Olísdeildinni.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -