Þrennir deildarmeistarar í yngri flokkum KA

3. flokkur KA, deildarmeistari í 2. deild. Mynd/KA - nafnalisti er neðst í þessari grein.

KA-strákarnir í 4. flokki yngri í handboltanum hömpuðu í fyrradag tveimur deildarmeistaratitlum en KA1 vann efstu deildina og það án þess að tapa leik. KA2 vann svo 3. deildina eftir harða baráttu á toppnum.

KA1 vann afar sannfærandi 30-14 sigur á FH í KA-heimilinu í fyrradag og lyftu bikarnum í leikslok en strákarnir tryggðu sér titilinn fyrir viku síðan er liðið vann 15-21 sigur á Aftureldingu í uppgjöri toppliðanna. Strákarnir hafa verið algjörlega frábærir í vetur og ætla sér svo sannarlega alla leið í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn sem nú er framundan, segir í tilkynningu frá KA.

Deildarmeistarar í 1. deild, 4. flokki yngra ári. Mynd/KA – nafnalisti er hér fyrir neðan.

Aftari röð: Heimir Árnason, Dagur Árni Heimisson, Arnar Elí Guðlaugsson, Jens Bragi Bergþórsson, Óskar Þórarinsson, Úlfar Guðbjargarson, Kári Brynjólfsson, Benjamín Þorri Bergsson, Leó Friðriksson, Stefán Árnason
Fremri röð: Heiðmar Örn Björgvinsson, Þormar Sigurðsson, Magnús Dagur Jónatansson, Hugi Elmarsson, Aron Daði Stefánsson, Ævar Ottó Arnarsson, Guðmundur Hlífar Jóhannesson

Lið KA 2 í 4. flokki sem vann 3. deild. Mynd/KA – nafnalisti er hér fyrir neðan.

Aftari röð: Heimir Árnason, Arnar Elí Guðlaugsson, Úlfar Guðbjargarson, Kári Brynjólfsson, Benjamín Þorri Bergsson, Leó Friðriksson, Stefán Árnason
Fremri röð: Heiðmar Örn Björgvinsson, Þormar Sigurðsson, Aron Daði Stefánsson, Ævar Ottó Arnarsson, Guðmundur Hlífar Jóhannesson.

Hér fyrir neðan er svo mynd af 3. flokki karla hjá KA sem vann í gær 2. deild og varð þar með deildarmeistari. KA vann Þór, 30:22, í lokaumferðinni.

Lið KA, deildarmeistari 2. deild í 3. flokki. Mynd/KA – nafnalisti er hér fyrir neðan.

Aftari röð: Arnór Ísak Haddsson, Ragnar Hólm Sigurbjörnsson, Skarphéðinn Ívar Einarsson, Kristján Elí Jónasson, Bruno Bernat, Aðalbjörn Leifsson, Hilmar Bjarki Gislason, Jóhann Bjarki Hauksson, Stefán Árnason
Fremri röð: Jónsteinn Helgi Þórsson, Ernir Elí Ellertsson, Fannar Már Jónsson, Aron Orri Alfreðsson, Haraldur Bolli Heimisson, Ísak Óli Eggertsson.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -