- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrettán af 15 Ólympíuförum mæta Íslendingum

Tomas Axner þjálfari sænska kvennalandsliðsins teflir fram afar sterku liði gegn Íslendingum í undankeppni EM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Tomas Axner, þjálfari sænska kvennalandsliðsins í handknattleik, hefur valið afar sterkan hóp leikmanna til þess að búa sig undir og mæta landsliðum Íslands og Tyrklands í tveimur fyrstu umferðum undankeppni Evrópumótsins í byrjun næsta mánaðar.

Af 15 leikmönnum sem léku fyrir hönd Svíþjóðar á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar eru 13 í 18 manna hópnum sem Axner hefur valið. Af Ólympíuförunum eru það aðeins Johanna Westerberg og Jenny Carlsson hlutu ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans að þessu sinni.


Sænska landsliðið hafnaði í fjórða sæti í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna.


Meðal leikmanna í sænska landsliðinu er Kristín Þorleifsdóttir sem er af íslensku bergi brotin.


Viðureign Svía og Íslendinga í undankeppni EM fer fram í Eskilstuna 7. október klukkan 17. Þremur dögum síðar sækir sænska landsliðið Tyrki heim á sama tíma og íslenska landsliðið fær serbneska landsliðið í heimsókn. Fimm af átján leikmönnum sænska landsliðsins leika með félagsliðum sem eiga sæti í Meistaradeild Evrópu.


Sænski landsliðshópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum. Skáletruð eru nöfn þeirra leikmanna sem ekki voru í Ólympíuhópnum í sumar.


Markverðir:
Johanne Bundsen, København Håndbold
Jessica Ryde, Herning-Ikast
Martina Thörn, Odense Håndbold
Aðrir leikmenn:
Clara Lerby, Lugi
Elin Hansson, Skuru
Linn Blohm, Györ
Anna Lagerquist, Rostov-Don
Mathilda Lundström, IK Sävehof
Nathalie Hagman, Nantes
Jamina Roberts, IK Sävehof
Melissa Petrén, København Håndbold
Kristín Þorleifsdóttir, Randers HK
Carin Strömberg, Nantes
Emma Lindqvist, Herning-Ikast Håndbold
Nina Koppang, IK Sävehof
Nina Dano, Horsens
Vilma Matthijs Holmberg, Skuru
Daniela de Jong, Skuru

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -