- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þriðji sigur Valsmanna í röð

Valsmenn leika öðru sinni við Lemgo ytra í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Þrátt fyrir nokkurt þvarg vegna gengis Valsmanna á tímabili þá eru þeir nú einu sinni í þriðja sæti Olísdeildarinnar um þessar mundir með 17 stig þegar 13 umferðum er lokið, aðeins fjórum stigum á eftir Haukum sem tróna á toppnum. Valur vann skyldusigur í kvöld á botnliði ÍR, 30:22, í Austurbergi.

Segja má að það syrti fremur í álinn hjá ÍR-ingum en hitt. Þeir fóru tómhentir frá enn einum leiknum þótt ekki hafi skort á vilja leikmanna þegar á hólminn var komið.


Leikmenn ÍR héldu í við Valsmenn fyrsta stundarfjórðunginn í Austurbergi í kvöld. Eftir 12 mínútur var staðan jöfn, 7:7, eftir að ÍR-liðið hafði skorað þrjú mörk í röð. Upp úr þessu fór að halla undan fæti. Heimamenn skoruðu aðeins tvö mörk til viðbótar fram að hálfleik meðan Valsmenn léku lausum hala. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 17:8.


Þar með má segja að úrslitin hafi verið ráðin. Leikmenn Vals létu þetta mikla forskot algjörlega af hendi en átta mörkum munaði þegar upp var staðið.


Mörk ÍR: Gunnar Valdimar Johnsen 7/4, Ólafur Haukur Matthíasson 3, Hrannar Ingi Jóhannsson 3, Dagur Sverrir Kristjánsson 3, Logi Ágústsson 2, Andri Heimir Friðriksson 1, Viktor Sigurðsson 1, Aron Örn Ægisson 1, Bjarki Steinn Þórisson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 4, 19% – Óðinn Sigurðsson 2, 13,3%.
Mörk Vals: Vignir Stefánsson 6, Anton Rúnarsson 5, Róbert Aron Hostert 5, Þorgils Jón Svölu-Baldursson 4, Þorgeir Bjarki Davíðsson 4, Magnús Óli Magnússon 2, Stiven Tobar Valencia, 2, Einar Þorsteinn Ólafsson 1, Tumi Steinn Rúnarsson 1.
Varin skot: Martin Nágy 7, 33,3% – Einar Baldvin Baldvinsson 3 – 27,3%.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -