- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrír nýliðar í HM-hópnum

A-landslið kvenna leikur við Norður-Makedóníu í forkeppni HM í dag. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, hefur valið 18 leikmenn til þess að taka þátt í þremur leikjum í forkeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Skopje í Norður-Makedóníu 19. – 21. mars. Þrír nýliðar eru í hópnum, Harpa Valey Gylfadóttir úr ÍBV, Saga Sif Gíslasdóttir, Val og Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK.

Harpa Valey Gylfadóttir og Birna Berg Haraldsdóttirleikmenn ÍBV eru í landsliðshópnum. Sú fyrrnefnda er nýliði. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


Díana Dögg Magnúsdóttir, leikmaður BSV Sachsen Zwickau í Þýskalandi, gat ekki gefið kost á sér vegna sóttvarnareglna í Þýskalandi.


Með íslenska liðinu í riðli í forkeppninni eru landslið Litháen, Grikklands og Norður-Makedóníu. Íslenska liðið hefur æfingar fimmtudaginn 11. mars en liðið heldur utan sunnudaginn 14. mars. Tvö lið fara áfram úr riðlinum í umspilsleiki í vor um þátttökurétt á HM sem fram fer á Spáni í desember.


Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel (25/0)
Katrín Ósk Magnúsdóttir, Fram (2/0)
Saga Sif Gísladóttir, Val (0/0)

Aðrir leikmenn:
Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór (2/0)
Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV (58/118)
Eva Björk Davíðsdóttir, Stjörnunni (36/28)
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (0/0)
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni (37/77)
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (34/66)
Karen Knútsdóttir, Fram (102/369)
Lovísa Thompson, Val (19/28)
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (26/27)
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (94/191)
Sigríður Hauksdóttir, HK (16/34)
Steinunn Björnsdóttir, Fram (35/27)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (56/42)
Thea Imani Sturludóttir, Val (40/54)
Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK (0/0)

Starfsfólk A landsliðs kvenna er:
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari.
Ágúst Jóhannsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Hlynur Morthens, markmannsþjálfari.
Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir, liðsstjóri.
Ágústa Sigurjónsdóttir, sjúkraþjálfari.
Særún Jónsdóttir, sjúkraþjálfari.
Jóhann Róbertsson, læknir.

Leikir Íslands í keppninni:
19.mars, kl. 16.45: Ísland – Norður-Makedónía
20.mars, kl. 18.45: Ísland – Grikkland
21.mars, kl. 18.45: Ísland – Litháen

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -