- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrjú Íslendingalið geta dregist gegn Val

Benedikt Gunnar Óskarsson, Björgvin Páll Gústavsson, Agnar Smári Jónsson, Arnór Snær Óskarsson, Finnur Ingi Stefánsson og félagar í Val taka þátt í annarri umferð Evrópudeildarinnar. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Í fyrramálið kemur í ljós hvaða lið verður andstæðingur Vals í annarri umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik karla. Eftir að fyrstu umferð keppninnar lauk í gær er svo komið að það verða nöfn 24 liða í pottinum þegar dregið verður í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu, EHF, upp úr klukkan níu árdegis á morgun. Miði með nafni Vals verður í öðrum potti og verður dregið gegn liði úr potti eitt.


Þrjú lið sem íslenskir handknattleiksmenn leika með um þessar mundir eru á meðal þeirra sem sem getur dregist gegn Val, þar á meðal Rhein-Neckar Löwen sem Ýmir Örn Gíslason leikur með. Ýmir Örn er uppalinn Valsari og lék með liði félagsins þar til hann gekk til liðs við Rhein-Neckar Löwen í febrúar 2020. Hin liðin eru Lemgo sem Bjarki Már Elísson er hjá og PAUC, lið Kristjáns Arnar Kristjássonar, Donna.


Eitt af eftirfarandi liðum verður andstæðingur Valsmanna:
RK Nexe (Króatíu), Mors-Thy Håndbold (Danmörku), Abanca Ademar León (Spáni), Fraikin BM. Granollers (Spáni), PAUC Handball (Frakklandi), USAM Nimes Gard (Frakklandi), Füchse Berlin (Þýskalandi), Rhein-Neckar Löwen (Þýskalandi), TBV Lemgo Lippe (Þýskalandi), Orlen Wisla Plock (Póllandi), Sporting (Portúgal), HK Malmö (Svíþjóð).

Í potti með Val verða neðangreind lið:
Bjerringbro-Silkeborg (Danmörku), GOG (Danmörku), TTH Holstebro (Danmörku), BM Logroño La Rioja (Spáni), Fenix Toulouse Handball (Frakklandi), ØIF Arendal (Noregi), KS Azoty-Pulawy SA (Póllandi), Benfica (Portúgal), HC Dobrogea Sud Constanta (Rúmeníu), HC CSKA (Rússlandi), Kadetten Schaffhausen (Sviss).

Leikir annarar umferðar fara fram 21. og 28. september. Að þeim loknum tekur við keppni í sex fjögurra liða riðlum sem stendur yfir í vetur og fram undir vor.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -