- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þungur róður og meiðsli

Díana Dögg Magnúsdóttir leikmaður BSV Sachsen Zwickau. Mynd/Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

Illa gengur hjá Díönu Dögg Magnúsdóttur og félögum í BSV Sahsen Zwickau að brjóta ísinn og vinna sinn fyrsta leik í þýsku 1. deildinni í handknattleik á þessu tímabili. Í gær töpuðu þær fyrir HSG Bensheim/Auerbach, 25:18, á útivelli. Díana Dögg meiddist á ökkla snemma leiks. Hún sagði við handbolta.is í gær að vonandi væru meiðslin ekki alvarleg.


„Ég píndi mig til þess að klára leikinn,“ sagði Díana sem skoraði tvö mörk, átti þrjár stoðsendingar, skapaði tvö marktækifæri til viðbótar auk þess sem hún stal boltanum þrisvar.


Eftir að jafnvægi var í leiknum eftir allra fyrstu mínúturnar og staðan jöfn, 3:3, skoraði HSG Bensheim/Auerbach fimm mörk í röð og náði þar með forskoti sem BSV Sahsen Zwickau tókst aldrei að vinna upp. Díana Dögg meiddist einmitt á þeim tíma þegar staðan var jöfn í upphafi, 3:3.


„Markvarslan var lítil hjá okkur og spilamennskan bara yfir höfuð mjög léleg að þessu sinni,“ sagði Díana Dögg vonsvikin þegar handbolti.is heyrði stuttlega í henni hljóðið.


BSV Sahsen Zwickau er eitt fjögurra liða sem eru án stiga. Eftir viku leikur liðið gegn HC Rödertal í 1. umferð bikarkeppninnar. Eftir þá viðureign tekur við hlé vegna landsleikja í undankeppni EM.

Sigur hjá Emblu

Embla Jónsdóttir og félagar í Göppingen unnu TG Nürtingen, 26:20, á útivelli í 2. deildinni í Þýskalandi í gærkvöld. Embla var í liði Göppingen en skoraði ekki mark að þessu sinni. Göppingen er með sex stig eftir fjóra leiki í þriðja sæti.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -